Strákurinn
26.12.2008 | 14:39
Jæja fyrst ég er ekki búin að borga áskriftina á barnaland þá ætla ég að skrá hérna niður hvað stráknum hefur farið framm :)
7 og hálfs mánaða
Hann er orðinn 9750gr og 74cm
Loksins á Þorlák fór hann ÁFRAM en ekki bara afturábak og i hringi og hann spítist áfram rosa duglegur en samt ekki á fjórum bara á maganum.
Hann getur setið og leikið sér í langan tíma án þess að kvarta eða detta.
Naflaslitið er alveg lagað núna :) sést ekkert lengur.
Hárið er loks að verða þykkt og skófirnar eru farnar.
Hann er farinn að borða:
Fjölkorna graut með ávaxtabragði
Hafragraut(nestle)
Banana og epli
Matarkex
serios
Hrísmjölsgraut
Hakk og spaghetti
Brauð með kæfu
Kartöflur með smjöri
Búið að leifa honum að smakka:
Bláber með rjóma
Piparköku (náði að teygja sig i hana)
Kringlu
Snúð (ekki kremið)
Í jólagjöf fékk hann:
Bílstól frá ömmu og afa og kristbjörgu og ísabellu
Lest og kuldagalla frá Ö og A í Hveró
Peysu, buxur og bol frá Ö og A í breiðholti
Vettlinga frá Dísu í efri múla
Vettlinga og lítið ''kerta'' ljós frá möggu og begga
sokka, ullarsokka og peysu frá ömmu og afa
Smekkbuxur, peysu og bók sem kvakar frá langömmu gullu
Jólahreyndyr sem spilar lag og labbar frá langömmu ellaboggu
Selabangsa frá Kára frænda
Samfellu frá okkur :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.