Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Glæsilegt

Ég verð svo bálreið við að lesa svona þegar það er talið alveg algjör forgangur fram yfir allt að halda áfram að eyða peningum í byggingu tónlistarhússins! Ef ég mætti ráða þá væri það efst á lista hjá mér að breyta bara þessu sem komið er af tónlistarhúsinu í dýfflissu fyrir útrásavíkinga og aðra eins apaketti og steypa yfir allt. Svo meiga þeir rotna þar í friði fyrir mér. Með þessu sláum við þrjár flugur í einu höggi.

1. Við þurfum ekki að láta tónlistarhúsið skemmast óbyggt og ónotað

2. Við þurfum ekki að klára að byggja húsið

3. Og síðast en ekki síst, við losnum við útrásarvíkingana svo þeir þurfa ekkert pláss í fangelsunum þar sem er hvort eð er ekkert pláss fyrir þá.

 Og eflaust mætti þá breyta eithvað af þessum glæsihöllum sem útrásarvíkingar hafa átt í fangelsi af bestu gerð.


mbl.is Alvarleg staða í fangelsum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að????

Hverjum er ekki sama þótt eithvert snobb pakk komist ekki inn í Verzló!!! Mér var hafnað í Verzló þegar ég hóf framhaldsnám og ég þurfti nú enga áfallahjálp, en þá var líka meðað við samræmdupróf. Mér finst bara virkilega hallærislegt að fara með svona lagað í fréttirnar ég allavega sendi ekki mínar samúðarkveðjur  þar sem mörgum börnum er hafnað í skólanum sem þau setja í fyrsta sæti og ég mundi nú bara halda að stúlkan væri nú ekkert verr sett í MS. Ég bara þoli ekki svona nöldurfréttir um ekki neitt.
mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband